Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Ekki mínir

Ég á þá ekki. Ég var ábyggilega bara með 270 krónur síðast þegar ég var í Vesturbænum en samkvæmt myndinni er þetta 281 króna!

Annars er gott til þess að vita að enn skuli vera til fólk sem skilar til lögreglu peningum sem finnast á víðavangi.


mbl.is Peningar í óskilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt fer í hringi

Allt virðist fara í hringi hjá kirkjunnar mönnum og nú virðist allt hafa misskilist sem Reykholtsklerkur skrifaði og sagði. Hann virðir nú tilkynningarskyldu samkvæmt barnaverndarlögum en svo var ekki að skilja á honum fyrir stuttu.

Svona verður þetta áfram. Birtar verða myndir af kirkjunnar mönnum brosandi og það jafnvel fyrir framan málverk af Ólafi Skúlasyni, eins og á visir.is. Þó virðast allir sammála um núna að hann hafi verið sekur að því sem hann var sakaður um.


mbl.is Mun hér eftir sem hingað til hlýða tilkynningaskyldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarmennska fortíðarinnar

Þessi karl hefur gert góða hluti í sjávarútvegsmálunum. Þar með eru hans ráðherraverk upptalin. Allt annað sem hann segir og gerir er hrein og bein framsóknarmennska fortíðarinnar. Það er nokkuð sem þjóðin þarfnast ekki og þarf að losa sig við.
mbl.is Krefjast afsagnar Jóns Bjarnasonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott starf

Margt athyglisvert hefur verið gert í Grundaskóla í umferðarfræðslunni sem aðrir skólar hafa notið góðs af. Það er ánægjulegt að sjá að þessi samningur skuli hafa verið endurnýjaður og það eitt sýnir að vel hefur verið að verki staðið.

p.s. Skólinn heitir Grundaskóli eins og kemur rétt fram í fréttinni en ekki Grundarskóli eins og segir í fyrirsögn.


mbl.is Grundarskóli áfram í leiðtogahlutverki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómur er fallinn

Hæstiréttur hefur kveðið upp sinn dóm um að gengistrygging lána sé ólögleg. Því ætti það ekki að vera neitt mál hjá Lýsingu að leyfa fólki að gera upp lánin. Samningar eru til staðar og ákvæði um vexti.

Það virðist vera þannig með þessar lánastofnanir að hvorki lög né dómar gildi fyrir þær. Þessi fyrirtæki eru ekki að tapa neinu. Þær lánuðu í íslenskum peningum og þá fá þau til baka með vöxtum. Þeirra ímyndaða tap er á því sem þau hugsanlega hefðu grætt á þessum ólöglega gjörningi sínum að tengja lánin erlendum gjaldmiðlum.


mbl.is Lýsing ófús að mæta skuldurum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eðlileg viðbrögð

Þarf einhvern að undra? Þetta eru eðlileg viðbrögð þeirra sem ofbýður. Hvert klúðrið á fætur öðru kemur nú í ljós hjá þessum "andans mönnum".

Nú þurfa prestar landsins að krefjast uppstokkunar í forystuliðinu og taka til í sínum eigin hópi. Þeir verða að gera sér grein fyrir stöðu sinni, sérstaklega gagnvart því fólki sem treystir þeim í gegnum súrt og sætt. 


mbl.is Fleiri segja sig úr þjóðkirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norðfjarðarhöfn

Ég skil ekki af hverju svo oft er farið að tala um Neskaupstaðarhöfn síðustu árin. Þessi höfn var alltaf kölluð Norðfjarðarhöfn enda er hún við Norðfjörð. Neskaupstaður var eingöngu nafn á sveitarfélaginu við Norðfjörð sem síðan sameinaðist nágrannasveitarfélögum og heitir nú Fjarðabyggð. Þess vegna er enn eðlilegra nú en áður að tala um Norðfjarðarhöfn.

Ég man eftir því að heyra Jóhannes heitinn Stefánsson fyrrverandi forseta bæjarstjórnar í Neskaupstað segja frá því að nafnið Neskaupstaður hafi ekki verið hugmynd heimamanna heldur hafi það orðið til við meðferð kaupstaðarréttindamáls á Alþingi. Heimamenn höfðu alltaf reiknað með að kaupstaðurinn yrði nefndur Norðfjarðarkaupstaður eins og reyndin var með hina Austfjarðakaupstaðina; Eskifjarðarkaupstað og Seyðisfjarðarkaupstað. Jóhannes sagði niðurstöðuna á Alþingi hafa verið að halda í Nes-nafnið þar sem hreppsfélagið, sem á undan var, hafði verið kennt við Nes í Norðfirði.

Annars er þessi frétt um umsvifin í Norðfjarðarhöfn ánægjuleg og sýnir að mikil uppbygging þar síðustu áratugi hefur heldur betur skilað sér.


mbl.is Miklu landað í Neskaupstaðarhöfn um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri prestar tjá sig

Þetta er góður pistill hjá Svavari og hann er reyndar að finna líka á blogginu hans hér á mbl.is. Hann kemur að kjarna málsins. Menn þurfa að kunna að þegja þegar það á við. Það á bara ekki alltaf við, allra síst ef vitneskja er um níðingsskap.

Gott að fleiri prestar skuli vera farnir að tjá sig.


mbl.is „Prestar eiga að kunna að þegja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið var

Mikið var að einhver úr klerkastétt sté fram á ritvöllinn og tjáði sig um þau ótrúlegu orð sem Reykholtsklerkur hefur látið frá sér fara.

Maður varð undrandi að heyra í Reykholtsklerki í útvarpsfréttum í gær. Þar talaði hann líka um skriftir, sem ég hélt nú að tíðkuðust ekki nema í kaþólskum sið. Reykholt á sér að vísu langa sögu í trúarbrögðum hér á landi en ég hélt að siðaskiptin hefðu náð þangað líka.

Ég ætla rétt að vona að Reykholtsklerkur sé einn um þessar skoðanir innan klerkastéttar, annars er prestum ekki treystandi til þeirra starfa sem þeir sinna í dag.


mbl.is „Nú þarf Geir Waage að hætta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arnarhóll

Arnarhóll um Arnarhól frá Arnarhóli til Arnarhóls. Þannig fallbeygist nafnorðið Arnarhóll. Svo einfalt er það.

Þrisvar sinnum er þetta ágæta nafn haft í þolfalli í þessari stuttu frétt þegar það á að vera í þágufalli. Kannski eru fréttaskrifarar mbl.is hræddir við að falla í gryfju þágufallssýkinnar.

Nú 20 mínútum eftir að þetta var skrifað er búið að laga textann á mbl.is og Arnarhóll er fallbeygður rétt. Kannski lesa þeir bloggið á mbl.is. Gott hjá þeim.


mbl.is Fjölmenni á Arnarhóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband