Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Moldrok?

Hvað moldrok tala menn um? Þetta fyrirbæri sem þarna er á ferðinni er alþekkt á Héraði og hefur alltaf verið. Þetta er einfaldlega léttur jökulsandur frá upptökum jökulánna norðan Vatnajökuls. Þegar kólnar í veðri þar efra minnkar vatnsstreymið í árfarvegina og myndar leirur sem síðan fýkur úr í hvassri suðvestanátt. Þetta er það fínn sandur og léttur að hann smígur allsstaðar inn í hús á Héraði. Þetta á ekkert skylt við mold, eins og þekkt er á Suðurlandi. Hvað þá að hægt sé að rekja þetta til Kárahnjúkavirkjuna, enda Hálslón nú fullt af vatni svo flæðir um yfirfallið Jöklu, þar eru því engar sandfjörur til að fjúka úr núna. 
mbl.is Mikið moldrok á Fljótsdalshéraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lúpína og ekki lúpína

Lúpína er góð til síns brúks. Hún bætir jarðveg og því var freistandi hér áður fyrr að planta henni í örfoka land. Því miður var farið offari víða við plöntun lúpínu. Henni var plantað í gróið land þar sem hennar var ekki þörf og því hefur hún breiðst óæskilega mikið út og ekki hopað fyrir öðrum gróðri eins og menn voru að vona. Eina leiðin til að hefta útbreiðslu er að slá hana á vorin áður en hún ber fræ.
mbl.is Lúpínan erfið í Rauðhólum og Laugarási
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var rangt farið með?

Kom eitthvað rangt fram í þessum Kastljósþætti um ráðningu þyrluflugmanns? Ef svo hefur verið hefði auðvitað verið auðvelt fyrir Georg gæslustjóra að fá það leiðrétt. Svona hroki er ekki samboðinn embættismanni í hans stöðu. Ef þetta er rétt þarf dómsmálaráðherra að setja ofan í við manninn.
mbl.is Flýgur ekki glaður með Kastljósfólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona starfa þessir skrattar

Þetta er dæmigert fyrir gæðinga úr flokkakerfinu sem skara eld af sinni köku. Þeir svífast einskis og engu skiptir þótt starfsreglur séu brotnar. Mogginn segir að þetta sé ekki lögbrot en ef svo er þá er þetta löglegt en siðlaust. Auðvitað á maðurinn að segja af sér strax en ef hann gerir það ekki á að víkja honum úr Seðlabankanum.
mbl.is Gegn markmiðum Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hárrétt ábending

Hárrétt ábending hjá Aðalsteini. Það þarf að hækka laun en ekki bætur. Villi Birgis er margbúinn að benda á þetta hér á Skaganum, síðast með N1 sem græddi hálfan milljarðan og rúmlega það fyrsta hálfa árið nú en gat ekki borgað umsamda kauphækkun í vor.
mbl.is Atvinnurekendur fá ekki starfsmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líklega fer ýsan beint í sjóinn aftur

Nokkrir dagar búnir af fiskveiðiárinu og sjómenn strax á flótta undan ákveðnum tegundum. Fáránlegasti niðurskurðurinn á kvóta núna var þó að skerða skötuselskvótann. Það kvikindi er komið inn á grunnslóð og grásleppukarlar á Snæfellsnesi voru í vandræðum í vor vegna þess hve mikið kom af skötusel í netin. Einn sagðist hafa fengið 8 tonn á vertíðinni. Það sem alvarlegra er að þetta kvikindi étur allt sem að kjafti kemur og heilu rauðmagarnir komu út úr skötusel í vor. Nú er flótti undan ýsunni og fróðlegt verður að sjá hve miklu af ýsu kvótalitlir landa næstu dagana. Líklega fer talsvert af henni beint í sjóinn aftur. Það er löngu kominn tími til að taka verulega til í þessu fiskveiðistjórnunarkerfi okkar og kann hvað ræður virkilega för við ákvörðun kvóta á tegundir.
mbl.is Þegar á flótta undan ýsunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfsögð kurteisi II

Með tilkomu netmiðla hefur það aukist að taka fréttir frá öðrum fréttamiðlum og nýta sér þær. Auðvitað er slíkt í lagi en það er sjálfsögð kurteisi að "linka" á þann miðil sem upphaflega flytur fréttina. Þegar maður les fréttir sínar orðrétt hjá öðrum miðlum en þær eru skrifaðar fyrir finnst manni vinnan lítils metin. mbl.is getur að vísu heimilda með þessari frétt og birtir hana svo orðrétta. Þetta er meira en ruv gerir. Auðvelt hefði verið að "linka" á fréttina en það er sjálfsögð kurteisi. Hér er slóðin  http://www.skessuhorn.is/Default.asp?sid_id=24845&tId=99&Tre_Rod=001|002|&fre_id=91771&meira=1
mbl.is Mýsnar spá norðanátt í vetur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfsögð kurteisi

Hvernig væri nú fyrir netmoggann að sýna þá sjálfsögðu kurteisi að "linka" á Skessuhornsvefinn þegar fréttir eru teknar þaðan. Mogginn má þó eiga það að hann getur heimilda sem er meira en bæði Bylgjan og RÚV gerðu í morgun þegar notuð var frétt úr Skessuhorni um uppsagnir í Borgarnesi. Vefmiðlar eiga að sýna þá sjálfsögðu kurteisi að linka á þá vefmiðla sem þeir eru að nýta sér til fréttamiðlunar. Þessa frétt má sjá hér http://www.skessuhorn.is/Default.asp?sid_id=24845&tId=99&Tre_Rod=001|002|&fre_id=91506&meira=1
mbl.is Trjábolum stolið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband