Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Hverjir fá að bjóða?

Eigum við ekki að setja smá kröfur. Útiloka Breta (BP) og Hollendinga (Shell), þessar þjóðir hafa ekki verið að koma svo vel fram við okkur að undanförnu. Aðrar þjóðir geta boðið í eins og þær vilja. 
mbl.is Unnið að útboði á rannsóknarleyfum á Drekasvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kappklæddar með húfu og vettlinga

Þær voru nú ekki naktari en svo að vera með ullarhúfu á hausnum og einhverja skinn- eða lopavettlinga. Svo voru nærbrækurnar sennilega úr næloni. Þetta kallast nú tæplega að vera bara í eigin skinni. 
mbl.is Í eigin skinni á Lækjartorgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta á að gera

Þetta er frábært og þarf að gera víðar. Við þurfum á öllu okkar fólki að halda í nám núna. Það er ódýrara fyrir ríkið að borga háskólanám en halda fólki á atvinnuleysisbótum. Vel menntað fólk kemur okkur til góða í framtíðinni. Háskólinn á Akureyri er til fyrirmyndar og ríkisvaldið ætti að skoða þennan skóla frekar.
mbl.is Aflétta fjöldatakmörkunum í iðjuþjálfun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ, Æ!!!!

Æ, Æ...ætla að vona að þetta sé ekki alvarlegt. Davíð á gott eitt skilið af okkur!!!!
mbl.is Davíð frestar komu sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvur andsk.....

Hvur andsk....þarf maður þá að hafa húfuna og vettlingana klára í fyrramálið?
mbl.is Versnandi veður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað vinnum við úr þessari orku

Hef alltaf sagt það að við eigum að binda alla þessa orku sem fer út í loftið á háhitasvæðunum. Vinna úr henni eitthvað vitrænt.
mbl.is Pappírsverksmiðja á Hellisheiði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skammastu þín Páll

Auðvitað á Páll Magnússon að biðja Íslendinga afsökunar. Hann kemur fáránlega fram í þessu máli og á að skammast sín fyrir. 
mbl.is Vilja að RÚV biðji þjóðina afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sirkus Geira Smart

Var að hlusta á Egil og Valgeir úr Spilverkinu á Rás 2 og þeir fluttu þar 20 ára gamalt lag um Sirkus Geira Smart. Það smellpassar núna.

Góð fréttaskýring

Þetta er góð fréttaskýring hjá þér Þóra Kristín, eins og fleiri hafa verið, takk fyrir.
mbl.is Austurvöllur fyrr og nú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynferði - Siðferði

Auðvitað á að horfa til jafnréttis þegar ráðið er í yfirmannastöður bankanna. Ekki bara kynferðislega heldur líka á öðrum sviðum. Eru ekki sumar af þessum konum, sem ráðnar hafa verið, jafn sekar í sukkinu og karlarnir? - Hugum að þessu öllu, kynferði skiptir ekki máli. Siðferði skiptir öllu í þessum málum.  
mbl.is Konur og karla í bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband