Tengja launahækkanir við það sem gerist hjá ASÍ

Það er ótrúlegt hversu langt út fyrir allt velsæmi þessi pirringur stjórnarandstöðunnar nær. Er ekki kominn tími til að þetta fólk setjist niður og íhugi í hvaða veruleika íslenska þjóðin er? Þau þurfa ekkert endilega að velta sér upp úr því hvers vegna við erum í þessari súpu, því má sleppa. Allur almenningur er að taka á sig launaskerðingar og atvinnumissi. Hvers vegna eiga æðstu embættismennirnir að spila frítt í þessu?

Kjararáð hefur aldrei úrskurðað laun æðstu embættismanna þjóðarinnar í nokkrum takti við þann raunveruleika sem almenningur í landinu hefur horft upp á. Alltaf hafa úrskurðirnir verið langt ofan þess sem gerist almennt. Hvernig væri að breyta nú til og binda laun þeirra sem heyra undir kjararáð við þróun launataxta aðildarfélaga ASÍ? Það er þó raunhæf viðmiðun við allan almenning í landinu.


mbl.is Allt að því lýðskrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góð hugmynd

Óskar Þorkelsson, 16.12.2009 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband