RÚVAUST lögð niður á 22 ára afmælinu

Kosturinn við svæðisstöðvar Ríkisútvarpsins hefur verið nálægðin við viðfangsefnin og hlustendur. Það að sameina svæðisstöðvar á Norðurlandi og Austurlandi er því út í hött. Svæðisstöðin á Austurlandi hefur frá því hún hóf útsendingar þann 19. nóvember 1987 sinnt svæðinu frá Hornafirði austur um og norður til Bakkafjarðar. Svo ekki sé talað um allan fréttaflutningin af hálendinu meðan virkjunarframkvæmdir stóðu yfir. Nálægðin hverfur með þessari sameiningu og í raun er verið að leggja stöðina á Austurlandi niður því öllu verður stýrt að norðan. Ég sé ekkert gagn í þessari sameiningu og alveg eins hefði RÚV getað sameinað svæðisstöðina á Austurlandi svæðisstöðinni í Efstaleitinu í Reykjavík.


mbl.is Svæðisútvarpsstöðvar sameinaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála þér. Finnst þetta afar sorgleg þróun. En kannski er þetta óumflýjanlegt til að skera niður. Maður veit aldrei.

Guðmundur Karl Einarsson (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 14:11

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Oft hefur mér nú funndist að fréttaritarar RÚV á Egilsstöðum, hafi nú ekki mikinn áhuga utan Héraðs

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.11.2009 kl. 20:51

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Gunnar. Við gerðum oft kannanir á því hvert hlutfall frétta var frá hverjum stað. Á tíu ára tímabili man ég eftir að 80% frétta var af fjörðum 10% af Héraði og 10% gátum við ekki skilgreint. Þannig held ég að þetta hafi verið í gegnum tíðina.

Haraldur Bjarnason, 19.11.2009 kl. 16:24

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Halli.  Fjarðarbúarnir eru alltaf samir við sig.  Ef þeir fá ekki alla athyglina verða þeir ævinlega gramir.

Hver segir að þetta færist norður?  Er Gústi svæðisstjóri ekki að austan?  Er ekki eins líklegt að höfuðstövarnar verði hérna megin?  Var þetta ekki bara "trix" að koma honum inn fyrir norðan, til að auðvelda flutninginn austur? Ef til vil alla leið á Borgarfjörð Ey?

Benedikt V. Warén, 19.11.2009 kl. 22:02

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Eigum við ekki að vona það Pelli að þannig verði þetta. Samt held ég að þetta sé aðeins áfangi i að leggja niður svæðisútvörpin, sem einhverjir syðra sjá sér hag í, til að halda þessum örfáu krónum sem fara í svæðisútvörpin í Efstaleitinu.

Haraldur Bjarnason, 22.11.2009 kl. 12:00

6 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Breytingar eru nú ekki altaf vondar, kanski verður þetta bara til góðs, hver veit??

Eiður Ragnarsson, 24.11.2009 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband