Óhætt að margfalda þessar tölur

Séu þessar brottkaststölur í samræmi við aðrar tölur frá Hafró þá er örugglega hægt að margfalda þær talsvert. Auðvitað er þetta bein afleiðing kvótakerfisins hvað sem pínulitlir karlar hjá LÍÚ segja. Þeir koma alltaf til með að verja það en auðvitað þarf að skoða hvort ekki er hægt að hliðra til í þessum efnum. Það þarf að veiða meira af smáfiski einfaldlega af því að of mikið er af fiski í sjónum sem stækkar ekkert frekar. Lausnin er ekki að loka smáfiskasvæðum, það gerir ekkert gagn, finna þarf leiðir til að mönnum verði kleift að koma með þennan fisk í land og að þeir fái eitthvað fyrir hann.
mbl.is Fiski fyrir hundruð milljóna króna hent í sjóinn í fyrra?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband