Hvar er Guðni?

Sláturtíðin var í eina tíð uppgripatími fyrir sveitafólk. Nú hefur sláturhúsum verið fækkað og má þar kenna um svokölluðum hagræðingasjónarmiðum. Ég held til dæmis að ekkert sláturhús sé austur um og norður frá Selfossi til Húsavíkur. Sauðféð fer með bílum mörg hundruð kílómetra leið. Líklega er ekkert atvinnuleysi á þeim stöðum sem sláturhús eru núna og því leitað til útlendinga, nema ef vera kunni að þessir örfáu einkaleyfishafar framsóknarmanna borgi það lélegt kaup að enginn vilji vinna hjá þeim. Hvar er Guðni Ágústsson núna? Þóttist hann ekki verja störf til sveita?
mbl.is Um 500 erlendir starfsmenn í sláturhúsunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á ekki maturinn að vera ódýr? Er það ekki boðskapur Samfylkingarinnar? Voru það ekki rökin fyrir þörfinni á inngöngu í Evrópusambandið þegar gengi krónunnar var sem hæst, að það þyrfti að opna fyrir innflutning á ódýrari landbúnaðarvörum. Er það þá ekki skref í áttina að láta útlendinga vinna við matvælaframleiðsluna hér?

(Ég held reyndar að það sé sláturhús á Hvammstanga sem er á milli Selfoss og Húsavíkur).

Guðmundur Stefánsson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 11:10

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Guðmundur. Hvert ertu búinn að færa Hvammstanga? Er hann á milli Selfoss og Húsavíkur frá suðri austur um og norður. Matur verður ekki ódýrari við sameiningu sláturhús. Það er ljóst. Það er bruðl á fjármagni að eyða peningum í flutninga á sláturfé hundruði kílómetra. Þetta sameiningarrugl kostar þjóðina stórfé og minnkar samkeppni sem verður til þess að allur matur verður dýrari. Þökk sé Guðna Ágústssyni.

Haraldur Bjarnason, 23.9.2009 kl. 11:46

3 Smámynd:

Mikið jevla er ég sammála þér Haraldur. Hvílík hringavitleysa sem þessi sameining sláturhúsa var. Rændi atvinnu frá byggðalögunum og ekki held ég að þessi ferðalög séu góð fyrir skepnurnar. Hvar eru dýraverndarsamtökin núna?

, 23.9.2009 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband