Hægt að fella gengið þótt ég segi að það verði ekki fellt

Gömlu gildin er að festast aftur. Nú er fólk farið að borða slátur og fisk á ný. Sjávarútvegur og landbúnaður eru undirstöðuatvinnugreinar en ekki verðbréfabrask. Það er ekki lengur hallærislegt að vera "sveitó" eða "í slorinu" og svona mætti lengi telja. Fast gengi gjaldmiðilsins var við líði vel fram undir síðustu aldamót. Ekki gleymi ég orðum Steingríms Hermannssonar, forsætisráðherra í byrjun níunda áratugarins. Þá var hann spurður af fréttamanni útvarps á gamlársdag hvort gengið yrði fellt. "Nei" sagði Steingrímur. Annan janúar var gengið fellt og Steingrímur var aftur inntur svara við því af hverju það hefði verið gert þar sem hann hefði sagt að það yrði ekki fellt. "Það er hægt að fella gengið þótt ég segi að það verði ekki fellt," var svarið.
mbl.is Festa gengið í 160 - 170
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er auðvitað alger snilld hjá Steingrími!

Þorvarður Goði (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 02:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband