Þvílíkt rugl

Hvað eru mennirnir í þessu félagi að rugla? Þeir segja ráðherra hóta þjóðnýtingu aflaheimilda. Vita þeir ekki að í fyrstu grein fiskveiðilaga segir að fiskurinn í sjónum sé sameign þjóðarinnar? Með ákvörðunum misvitra stjórnmálamanna hefur hins vegar ákveðnum einstaklingum verið veitt heimild til að braska með þessa sameiginlegu auðlind. Verið leyft að selja óveiddan fisk í sjó og veðsetja hann líka. Þannig meðferð á sameign heillar þjóðar er þjófnaður. Þjófnaður með vilja og leyfi ráðamanna. Það þarf að afnema og hefði verið gert ef sjálfstæðismenn hefðu ekki kjaftað stjórnarskrárfrumvarpið í hel.
mbl.is Hótanir ráðherra ekki við hæfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú getur nú varla talað um visvitra stjórnmálamenn í þessu sambandi því glæpamennirnir sem stóðu að þessu vissu alveg hvað þeir voru að gera og berjast svo með kjafti og klóm við að verja glæpinn sem þeir og forverar þeirra frömdu gagnvart Íslenskri þjóð.

zappa (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 19:43

2 identicon

Þetta kerfi höfum við frá Steingrími og Jóhönnu...

Ragnar (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 00:15

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hvernig finnurðu það út Ragnar? Veit ekki betur en Halldór Ásgrímsson sé aðalhöfundurinn og Sjálfstæðisflokkurinn heldur harðri verndarhendi yfir kerfinu. Meðal annars með því að standa í vegi fyrir stjórnarskrárbreytingu, sem átti að staðfest eign þjóðarinnar á óveiddum fiski í sjó.

Haraldur Bjarnason, 24.4.2009 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband