Abba getur séð endursýningu eða farið á netið

Maður er löngu hættur að botna í Arnbjörgu Sveinsdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins. Annað hvort kvartar hún yfir því að þingfundir séu svo langir að þingmenn komist ekki heim til fjölskyldna sinna eða þá hún kvartar yfir því að þinghlé sé of stutt og hún geti ekki horft á sjónvarpið. Þessi framboðsfundur á Ísafirði verður endurfluttur kl 23:50 og eftir það verður hann aðgengilegur á vefsíðu RÚV. Það var engin ástæða til að gera hlé á þingstörfum vegna þessa fundar, nema kannski vegna þess að Guðbjartur Hannesson, hinn skeleggi forseti Alþingis, var ekki í þingsal heldur á fundinum á Ísafirði.  
mbl.is Þingfundur hafinn á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er mikið rétt Haraldur, hún Arnbjörg þessi er alveg svakalega lúin orðin og henni er orðið mjög mál að fá frí. Hún fær vonandi langt frí sem allra fyrst.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 7.4.2009 kl. 05:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband