Klikkaði tölvupósturinn?

Hann verður sífellt furðulegri þessi skrípaleikur með eldsneytisverðið. Hækkað og lækkað á víxl. Maður veltir fyrir sér hvort olíufélögin geri innkaupin í brúsum en ekki heilu skipsförmunum. Í það minnsta virðast ákaflega litlar birgðir til þegar verð er hækkað en lækkanirnar standa frekar á sér. Afsakanir forsvarsmanna þessara undrafyrirtækja eru líka skrautlegar. Núna lækkun gengis og síðan hækkun gengis. Tvær verðbreytingar sama daginn. Var þetta ekki bara þannig að hin félögin fylgdu ekki Skeljungi eftir að þessu sinni, tölvupósturinn hefur eitthvað klikkað, kannski eru topparnir hjá hinum félögunum í sumarfríi? - Þetta er brandari allt saman sem ekki er nokkrum bjóðandi.
mbl.is Skeljungur lækkar verðið aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú hafa þessi fyrirtæki verið staðin að verðsamráði, og hlotið dóma fyrir, og ég hef á tilfinningunni að enn sé eitthvað slíkt í gangi. Því þætti mér gaman að vita: þegar fyrirtæki eins og olíufélögin hafa orðið uppvís að svona glæpum, er þá eftirlitinu fylgt eftir? Eru þeir undir smásjánni, eða fengu þeir bara aftur lausan tauminn til að halda áfram að haga sér eins og svín?

Mundi (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 22:16

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Mundi, allar þeirra gjörðir að undanförnu benda til þess að þetta svínslega eðli sé liðið áfram. ...það þarf að koma böndum á þetta lið sem kemst upp með svona ósvífni áratugum saman.

Haraldur Bjarnason, 29.7.2008 kl. 22:25

3 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Halli það hefur sennilega ekkert breyst hjá þeim eftir allt sem á undan hefur gengið.

Sigurbrandur Jakobsson, 29.7.2008 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband