Er ekki Sjómannadagurinn á morgun?

Er það ekki rétt munað hjá mér að á morgun sé Sjómannadagurinn. Hann hefur alla tíð frá því ég man eftir mér verið fyrsta sunnudag í júní, nema þegar hvítasunnudag ber upp á þann dag þá færist hann aftur um viku. Nú kallar fólk helgina "Hátíð hafsins,", held það hafi verið byrjað á þessu fyrir nokkrum árum í Reykjavík, eflaust vegna þess að hitt var ekki nógu fínt.

Sjómannadagurinn er stór hátíð fyrir austan og t.d. á Norðfirði hafa hátíðarhöld staðið yfir í þrjá til fjóra daga hvert ár og brottfluttir hópast heim. Þar er t.d. núna sjóstangaveiðimót en það hefur verið haldið á þessum tíma í rúm 20 ár. Svona rétt til að minna á þá hefur oft verið hálka og snjór í Oddsskarði þegar sjóstangaveiðimenn hafa mætt á staðinn.


mbl.is Hátíð hafsins á Austurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur G Magnússon

Sæll nafni

Það má vera, ef þú manst ekki langt aftur í tíman. Dagsettningunni hefur verið breytt tvisvar ,dagurinn færður á síðustu helgi í maí og var það gert vegna síldveiða sem hófust eftir vetrarvertíð,og svo aftur breytt til baka þegar síldveiðum fyrir norðan og austan var hætt.Þannig er þetta í minningunnhjá mér

Haraldur G Magnússon, 31.5.2008 kl. 16:24

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Jú ég man eftir þessu en hins vegar er það nú í reglugerð settri af Alþingi að ef hvítasunnudag ber upp á fyrsta sunnudag í júní skuli Sjómannadagur vera næsta sunnudag á eftir. Um leið var skyldað að sjómenn ættu frí þennan dag. Ég er hins vegar að vekja athygli á því að við erum týna nafni dagsins. Allir farnir að kalla þetta hátíð hafsins. Gleðilega hátíð nafni!!

Haraldur Bjarnason, 31.5.2008 kl. 16:28

3 Smámynd: Haraldur G Magnússon

Smá viðauki

    Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti hinn 6. júní árið 1938. Sá dagur var mánudagur, annar í hvítasunnu. Næstu ár var fylgt reglu sem á endanum var lögtekin árið 1987, að sjómannadagur skyldi vera fyrsti sunnudagur í júní nema hvítasunnu bæri upp á þann dag. Þá skyldi sjómannadagurinn vera viku síðar. Áður en lögin voru sett var vikið frá reglunni í þau sex skipti sem hér verða talin. Árið 1963 var sjómannadagurinn haldinn á annan í hvítasunnu. Árin 1965-1968 var haldið upp á daginn í maímánuði. Árið 1986 var deginum frestað til 8. júní vegna sveitarstjórnarkosninga í kaupstöðum og kauptúnahreppum laugardaginn 31. maí. Þegar almanakið fyrir 1986 var prentað, var ekki vitað um frestunina og því var 1. júní auðkenndur sem sjómannadagur það ár, en dagurinn hafði fyrst verið tekinn upp í almanakið árið 1984. Hér fer á eftir listi yfir dagsetningar sjómannadags fram að lagasetningunni 1987. Listinn er fenginn frá Sjómannadagsráði.
 

1938   6. júní1948   6. júní1958   1. júní1968  26. maí1978  4. júní
1939   4. júní1949 12. júní1959   7. júní1969   1. júní1979 10. júní
1940   2. júní1950   4. júní1960  12. júní1970   7. júní1980   1. júní
1941   8. júní1951   3. júní1961   4. júní1971   6. júní1981 14. júní
1942   7. júní1952   8. júní1962   3. júní1972   4. júní1982   6. júní
1943   6. júní1953   7. júní1963   3. júní1973   3. júní1983   5. júní
1944   4. júní1954 13. júní1964   7. júní1974   9. júní1984   3. júní
1945   3. júní1955   5. júní1965 30. maí1975   1. júní1985   2. júní
1946   2. júní1956   3. júní1966 15. maí1976 13. júní1986   8. júní
1947   1. júní1957   2. júní1967 28. maí1977   5. júní1987 14. júní

Haraldur G Magnússon, 31.5.2008 kl. 16:29

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Man ekki lengur hvaða ár það var en eitt sinn var kosið til alþingis á Sjómannadag. Það þóttu sjómönnum lítillvirðing við daginn og margir sniðgengu kjörfund.

Víðir Benediktsson, 31.5.2008 kl. 19:56

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þetta er góður listi nafni. Þakka þér fyrir. Í mínum huga hefur Sjómannnadagurinn alltaf verið stór hátíðisdagur.

Haraldur Bjarnason, 31.5.2008 kl. 21:03

6 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Sæll Halli minn. Auðvitað hefur einhverjum syðra þótt flottara að nefna þetta hátíð hafsins. Þá losna menn líka við að vera að mæra sjómenn sem hetjur hafsins og Íslands Hrafnistumenn í ræðum dagsins. Eigðu góðan sjómannadag.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 31.5.2008 kl. 23:03

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Á Húsavík þótti mér Sjómannadagurinn miklu merkilegri en 17. júní. Þar bjó kona ættuð af suðurlandi . Hét upphaflega Símonía en breytti nafninu sínu í Hrefna. Hún mu hafa verið einn aðalhvatamaður að því að halda þennan dag hátíðlegan í upphafi.

Hólmdís Hjartardóttir, 1.6.2008 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband