Það sem fer upp kemur aftur niður

Allt sem fer upp kemur niður aftur - Þannig er það nú. Er ekki líka hugsanlegt að svoldið geyst hafi verið farið í mannaráðningar meðan stjórnendur bankanna töldu sér trú um að endalaust væri hægt að hlaða á yfirbygginguna án þess að undirstaða væri til staðar. Maður hefur heyrt svo marga skemmtilega titla á bankamönnum síðustu árin og sérstök nöfn á deildum.

Verst kemur þetta auðvitað niður á þeim bankamönnum, sem missa vinnuna núna. Oft á tíðum er byrjað að fækka á gólfinu, þar sem þarf nokkuð marga einstaklinga til að spara jafn mikið og ef ofar væri farið í yfirbygginguna.


mbl.is Bankastarfsmenn uggandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ju við skulum líka vona að sem flestir finni sér vinnu. Ekki er þó víst að auðvelt verði fyrir alla að komast í sambærileg kjör. Mörg fyrirtæki hafa séð á eftir góðu fólki til bankanna að undanförnu, þau endurheimta það kannski aftur núna eins og þú bendir á.

Haraldur Bjarnason, 2.5.2008 kl. 17:38

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

það er venjan að reka þann "ódýrasta" fyrst, kjörin leið til að koma sér í vandræði því sá ódýri er oft dýrmætari en margur annar.

Víðir Benediktsson, 2.5.2008 kl. 21:11

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Já Víðir það vekur kannski meiri athygli þegar sá ódýri hverfur.

Haraldur Bjarnason, 2.5.2008 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband