Húrra fyrir Ólafi F og Möllernum

Það er heldur betur gott mál að samgönguráðherra og borgarstjóri hafi komist að samkomulagi um að leysa þann vandræðagang sem hefur verið í flugstöðvarmálum Reykjavíkurflugvallar. Stríðsminjarnar, sem þjónað hafa flugfarþegum hingað til, eru löngu úr sér gengnar og þrengsli þar hafa meðal annars komið í veg fyrir þróun innanlandsflugs. Ný samgöngumiðstöð, sem á að vera miðstöð fyrir flug- og landsamgöngur, verður vel í sveit sett, þar sem henni er ætlaður staður vestan við Valsvöllinn á alls 7 hekturum lands. Þetta er í raun mun betri staður en núverandi flugstöð er á. Auðvitað vonast maður til að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram innanlandsflugvöllur og kannski verða þessar breytingar til þess að hægt verður að nýta undir annað það pláss sem sparast þegar ný samgöngumiðstöð verður til. Nú er bara að láta hendur standa fram úr ermum en borgarstjóri segir undirbúning taka stuttan tíma. - Þeir eiga hrós skilið fyrir þetta Ólafur F. Magnússon  borgarstjóri og Kristján L. Möller samönguráðherra. - Möllerinn virðist vera eini ráðherrann sem eitthvað lætur að sér kveða þessa dagana. Vegabætur á Suðurlandsvegi, Vaðlaheiðargöng og nú samgöngumiðstöð í Reykjavík.  Vissulega má segja að hann dragi lappirnar í að skoða kröfur atvinnubílstjóra, sem hljóta að einhverjum hluta að koma inn á hans borð. Fjármálaráðherra ræður þó eflaust öllu í þeim efnum.
mbl.is Samgöngumiðstöð hýsi alla samgöngustarfsemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já glæsilegt að taka loksins ákvörðun um þetta svæði. Nú getur maður a.m.k. sofið vært vitandi að þarna verði flugvöllur áfram.  Ólafur er þá ekki horfinn eftir allt saman!

Funi (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 17:03

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

...nei greinilega glaðvakandi.

Haraldur Bjarnason, 31.3.2008 kl. 17:16

3 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Þetta er sko orðið tímabært Halli, þvílík kofaskrifli sem fólki hefur verið boðið uppá þarna.

Grétar Rögnvarsson, 31.3.2008 kl. 17:38

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ég veit ekki hvort Reyðfirðingarnir geta notað þessa bragga á stríðsminjasafnið.

Haraldur Bjarnason, 31.3.2008 kl. 17:43

5 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Verði þeir ekki fluttir á Árbæjarsafnið?

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 31.3.2008 kl. 18:58

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það er líklega ekki hægt að flytja þessi kofahró eitt eða neitt. Annars er aldrei að vita hvað Reykvíkingum dettur í hug að "vernda".

Haraldur Bjarnason, 31.3.2008 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband