Röng frétt!

Nú þegar önnur frétt er komin inn á mbl.is um að þetta hafi verið röng frétt og Sunday Times hafi tekið hana út af vefnum, er þá ekki rétt að taka hana út af mbl.is líka. - Eða í það minnsta að hafa hina fréttina við hliðina. - Engin ástæða til að láta slúðrið standa áfram. - Nema fréttin um slúðrið hafi bara verið slúður! - Sem hvarflar svo sem að manni núna, því fréttin um slúðurfréttina virðist horfin - Þetta fer nú að verða skrítinn fréttaflutningur af öðrum fréttaflutningi. - Hvar er mbl.is eiginlega statt í fjölmiðlaheiminum?

Til að bæta um betur er svo hérna innslag úr fréttinni bresku, sem G. Tómas Gunnarsson birtir á bloggsíðunni Bjórá 49. - Dæmi nú hver fyrir sig:

"It is understood that customers have moved savings from Landsbanki and Kaupthing to British institutions that are also in the best-buy tables, such as Birmingham Midshires, an arm of Halifax Bank of Scotland."

 

Hverlags "fréttamennska" er þarna að baki? - mbl.is tekur einhver loðin skilaboð upp úr breskri pressu og leitar ekki skýringa hjá íslensku bönkunum né birtir allt sem stendur í breska textanum. 


mbl.is Bretar taka út af reikningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FrizziFretnagli

Sammála, mbl er í tómu rugli með margar fréttir.  Sérsaklega með viðskiptafréttir.  Þetta fólk, sem vinnur hjá mbl, stendur ekki undir titlinum 'blaðamenn', það er alveg ljóst. 

FrizziFretnagli, 30.3.2008 kl. 17:30

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Svona fréttir geta hrundið af stað fjöldaúttektum.  Bankar hafa rúllað yfir af slíkum tilefnum

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.3.2008 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband