Getur það verið?

Þetta er verulega slæmt og alvarlegt en skyldi það geta verið að svo hratt hafi verið unnið að uppbyggingu þessa álvers að horft hafi verið framhjá öryggisþáttum. Minnist ekki að hafa heyrt af öðru eins í Straumsvík sem er þó yfir 40 ára gamalt álver.
mbl.is Enn unnið að slökkvistarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það hefur oft brunnið í Straumsvík en þeir virðast hafa meira vald á hlutunum þar.. því það hefur aldrei orðið alvarlegt tjón í Straumsvík

Óskar Þorkelsson, 18.12.2010 kl. 20:06

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Sprenging  í spennistöð getur leitt til þessa að álveri verði óstarfrækt í 3 mánuði og tjón upp á marga milljarða.
Sprenging í spennistöð (afriðilstöð) hefur ekkert að gera með öryggisþætti jafnstraumspennar hafa verið fyrir tjóni í álverum víða um heim eins og í vor í Dúabæi spennar og afriðlar eru framleiddir samkvæmt ýtrustu öryggiskröfum og stöðlum en geta samt bilað eins og sannara manna verk.
 Það er rétt hjá Óskari að brunar í Straumsvík á síðustu 12 árum hafa verið þrír og valdi mis miklu tjóni.

Kv. Sigurjón

Rauða Ljónið, 18.12.2010 kl. 20:25

3 identicon

Það eru ekki nema 2-3 ár síðan 1/3 af álverinu í Straumsvík varð óstarfhæfur í nokkra mánuði eftir alvarlega rafmagnsbilun.  Þetta er flókinn rafbúnaður með háa spennu og mikill straumur sem fer í gegnum eina spennistöð, u.þ.b. tvöfallt raforkuálag Reykjavíkurborgar.  Ég geri ráð fyrir að það sé varaspennir sem sé hægt að gangsetja, þó svo að alvarleg sprenging hafi orðið.

p.s. var ekki sprengingin sem vísað er til í álveri Norsk Hydro í Quatar?

Bjarni Pálsson (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband