Nú má leggja niður sjónvarp RÚV

Nú er kominn tími til þess að spara verulega hjá RÚV og leggja niður allar sjónvarpsútsendingar. Það er nóg að ríkið haldi úti einni útvarpsrás. Sjónvarpið er hvort sem er orðið eins og léleg vídeóleiga. Fréttir RÚV eru ekkert öðruvísi en á öðrum stöðvum enda búið að eyðileggja alla starfsemi utan Efstaleitis. Nóg er af afþreyingastöðvum eins og Rás 2 þannig að hún er óþörf en Rás 1 stendur fyrir sínu að mestu leyti ennþá og með henni er alveg hægt að sinna menningar- og öryggisskyldunum. Þar er líka til fullt af efni sem má endurflytja án kostnaðar.

Að þessu öllu gerðu verður hægt að leggja niður útvarpsgjaldið og almenningur getur eytt þeim peningum í að kaupa áskrift að annarri stöð. RÚV getur svo komist fyrir á einni þokkalegri hæð í einhverju auðu skrifstofuhúsnæði og Efstaleitishúsið má nýta undir einhverja aðra þarfari starfsemi á vegum ríkisins.

Útvarpsstjóra og nánustu undirsátum hans hefur tekist á stuttum tíma að eyðileggja RÚV.


mbl.is Spaugstofan á Stöð 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Rétt hjá þér.  Dagskráin er eins og léleg vídeóleiga.  Ótrúlegt hvernig mál eru að þróast þarna. 

Marinó Már Marinósson, 31.8.2010 kl. 15:28

2 Smámynd: Kári Harðarson

Sammála því miður. Kannski er hægt að nota peningana til aðhalda út einni almennilegri útvarpsstöð?

Kári Harðarson, 31.8.2010 kl. 15:53

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Auðvitað óska ég þeim alls góðs í framtíðinni um leið og ég óska RÚV til hamingju með að hafa fært 365 miðlum SPAUGSTOFUNA á silfurfati og þannig styrkt þá í samkeppninni (kannski það sýni stjórnvisku Páls Magnússonar). En ég kem EKKI til með að kaupa mér áskrift að stöð2 þrátt fyrir að áskrift kosti "aðeins" 259 kr á dag en það eru 94.535 kr á ári.

Jóhann Elíasson, 31.8.2010 kl. 16:57

4 Smámynd: Pétur Eyþórsson

Ég er ekki sáttur við þessa þróun. en ég er ekki sammála þessu sem þú sagðir

Haraldur:

"Nóg er af afþreyingastöðvum eins og Rás 2"

Þetta er hreint ekki rétt Rás 2 er eina djarfa útvarpstöðin sem spilar tónlist sem er ekki föst í einhverjum fyrirfram ýminduðum "ramma" sem að hinar klisjukenndu stöðvarnar hjakkast í öllum dögum.

Pétur Eyþórsson, 31.8.2010 kl. 21:00

5 identicon

Palli Magg, Óðinn, Bjarni Guðm og fleiri "stjórnendur" SÚR  (Rúv) eru gjörsamlega vanhæfir sperrileggir sem hafa valdið óbætanlegum skaða á SÚR, áður Rúv. Nú er annað hvort að leggja SÚR niður strax eða skifta um stjórnendur og stokka upp spilin !

HStef (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband