Skref í rétta átt

Þetta er skref í rétta átt og ánægjulegt að þeir sem eru með atvinnustarfsemi í Hafnarstræti hafi átt frumkvæði að þessum breytingum. Öfugt við það sem var uppi á Laugavegi og í Austurstræti þar sem andstaða hefur jafnan verið gegn lokun á bílana.

Bílar hafa haft allt of mikinn forgang í miðbæ Reykjavíkur og vonandi eigum við eftir að sjá gangandi og hjólandi verði gert hærra undir höfði á fleiri götum á næstu árum. Hægt er að hleypa sendiferðabílum að verslunum og þjónustustöðum á ákveðnum tímum dagsins. Það er nóg.


mbl.is Engir bílar í Hafnarstræti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Þetta er bara að verða óstjórnlega fyndið í sumar hefur miðbærinn verið meira og minna lokaður fyrir bilaumferð og mjög svo erfitt að komast að fyrirtækjum til að afhenda vörur það á að heita að pósthússtræti sé opið til kl 11:00 á virkum dögum en erfitt að treysta á það hefur ítrekað verið jafnvel ekki opnað á daginn . Fyriri utan að flestir staðir opna ekki fyrr en um kl 11 en þá er búið að loka helstu götum . myndi vilja sjá tölurfrá óháðum aðila um aðþessar aðgerðir hafi aukið viðskifti í miðborgini

Jón Rúnar Ipsen, 29.8.2010 kl. 21:20

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þetta er nú eitthvað sem auðvelt á að vera að leysa Jón Rúnar enda ekki vandamál í nágrannalöndum okkar þar sem hver einasti miðbær í meðalstórum bæ og borgum hefur verið bíllaus í áratugi. Veslunnar- og þjónustustaðir þurfa að vera meðvitaðir um á hvaða tíma vörurnar koma og hafa þá fólk til staðar að taka á móti þeim.

Haraldur Bjarnason, 30.8.2010 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband