Rannsaka þarf dauða laxa

Auðvitað hafa miklir þurrkar áhrif á lífríki laxveiðiánna sem og vatna. Laxinn þarf að vera vel á sig kominn til að mæta slíkum þrengingum og súrefnisskorti í vatninu. Nú er það verkefni að rannsaka þá laxa sem finnast dauðir. Ekki er ólíklegt að hluti þeirra hafi þegar verið veiddur og sleppt aftur. Stórlax sem búinn er að berjast fyrir lífi sínu við veiðimann er ekki í stakk búinn til að mæta neinum hremmingum. Það verður að kanna vel hvaða áhrif þessi tískubóla, að sleppa stórlöxum, hefur á lífslíkur þeirra.

Talið er að aðeins um 60% þeirra fiska sem sleppt er á krókaveiðum á sjó lifi af. Lax sem búið er að dauðþreyta og jafnvel særa getur tæplega haft meiri lífslíkur. Hvað þá ef hann mætir mótlæti í vatnsbúskap ánna.


mbl.is Farið að bera á laxadauða í Norðurá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Þetta eru mjög líklega afleiðingar af ,,veiða/sleppa" vitleysunni.

Þórir Kjartansson, 30.7.2010 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband