Fullvinnum makrílinn, ekki bara frysta og bræða

Þetta er góður gangur hjá Hoffellinu á makrílveiðunum enda er nóg af þessum fiski núna við landið. Í fréttinni kemur fram að langmestur hluti aflans fer til frystingar og það er gott svo langt sem það nær.

Nú er hins vegar kominn tími til að við Íslendingar fullvinnum eitthvað af þessum frábæra fiski. Hann er mjög vinsæll heitreyktur víða um heim og eins niðursoðinn. Norðurlandaþjóðirnar hafa áratuga reynslu af slíkri vinnslu og við eigum öll tæki og tól til að hrinda þessu í framkvæmd. Hornfirðingar eru aðeins byrjaðir með heitreykingu og sá makríll er frábær en ég hef hvergi séð auglýst hvar hann er að fá.

Nýtum nú eitthvað af ónotuðum fiskvinnsluhúsum í landinu til fullnaðarvinnslu á makríl. Nægur er mannskapurinn til að vinna við þetta og markaður úti um allt. Hættum að vera bara í hráefnisöflun fyrir aðrar þjóðir.

P1010043 

Heitreyktur makríll frá Hornafirði á ferðasýningu í Perlunni í vor.


mbl.is Hefur landað 4.340 tonnum á sex vikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband