Skref í rétta átt

Loksins er stigið skref í átt að réttlæti út úr séreign LÍÚ á auðlind allra landsmanna. Ástæða til að þakka Jóni Bjarnasyni hugrekkið.
mbl.is Um 200 bátar fá skötuselskvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Ekki bara það Halli, strandveiðifrumvarpið varð að lögum í dag, og nú á Jón (og forsetinn) eftir að undirskrifa þau, og birta svo reglugerð um veiðarnar. Síðan geta hjólin farið að snúast í sjávarplássunum umhverfis landið, þar á meðal Akranesi.

Jón Bjarnason er mikill heiðursmaður sem á lof skilið fyrir frumkvæði í að skapa von og bjartsýni á tilveruna og lífið í landinu eftir ránsferðir útrásarvíkinga um landið þvert og endilangt

Sigurbrandur Jakobsson, 30.4.2010 kl. 23:40

2 identicon

Ekki tel ég ástæðu til að þakka Jóni Bjarnasyni og hvað þá bendla hann við hugrekki vegna þessara sýndarmennsku með skötuselskvóta.

Sýndarmennska kalla ég gjörning þennan vegna þess að  þetta er aðeins útspil stjórnarflokkanna til að láta sjá út fyrir að þeir ætli að standa við stóru orðin og leiðrétta þá mismunun sem kvótakerfið skapaði.

Þessi úthlutun sem er að hámarki 5 tonn á bát hjálpar engum nema hann eigi kvóta fyrir. Kvótalausir eða leiguþrælarnir eru í engu bættari með þessari úthlutun og ef fólk skoðar listann yfir þá sem fengu úthlutað nú kemur í ljós að það eru að langstærstum hluta bátar sem hafa kvóta fyrir sem þetta deilist á.

Þetta hefði verið trúverðuglegra ef  skiliðrin fyrir úthlutun væri að kvóta bátar væru búnir með eigin skötuselskvóta áður en þeir gætu sótt um og þá að þeir hefðu fiskað hann sjálfir en ekki leigt burt. 

Og að þeir sem gert hafa út á skötusel á kvótalausum bátum og leigt til sín þann kvóta sem þeir hafa þurft hefðu haft forgang að þessari úthlutun þá væri kannski hægt að segja að Jón og ríkisstjórnin væri að gera eitthvað af alvöru og sem mark væri á takandi.

En svo er því miður ekki og flokkarnir tveir sem núverandi ríkisstjórn skipa eru aðeins tvö af fjórum andlitum Fjórflokksins og ef fólk er þrátt fyrir allt sem á undan er gengið  svo bláeygt að trúa því sem frá þeim kemur,ja þá á það eftir að verða fyrir vonbrigðum.

Jón Magnússon (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 23:47

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

tek undir með JM hér..

Óskar Þorkelsson, 1.5.2010 kl. 07:03

4 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Alltaf gaman þegar sjálfskipuðu snillingarnir eiga ekki orð yfir heimskuni í Jóni Bjarnasyni, en málið er að ef listinn yfir þá sem fengu úthlutað skötusel er skoðaður þá er meginnparturinn af þeim sem fá þessi kíló bátar sem eru að fá hann sem meðafla á öðrum veiðum eins og grásleppu og humarbátar sem dæmi og myndu að öðrum kosti henda verðmætunum annas. Það er því svo að þegar upp er staðið þá kemur þessi úthlutun í veg fyrir brottkast á miklum verðmætum.

Svo er  annað að á grásleppuvertíðini í fyrra urðu bátar við Faxaflóa, Breiðafjörð, Djúp og Strandir að henda miklu magni af skötusel sem var svo vitlaus að slæðast í netin, vegna þess að ekki fékkst kvóti til að landa þessu. Vítahringurinn hefði verið sá að kæmu þeir með þetta í land hefðu þeir samkvæmt lögum orðið að greiða hár sektir fyrir löndum umfram aflaheimildir og séð framá veiðleyfissviptingu það sem eftir lifði vertíðina.

Hvorn kostinn hefðu þið valið heiðursmenn??

Sigurbrandur Jakobsson, 1.5.2010 kl. 12:00

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þetta sem Sigurbrandur segir er einfaldlega málið. Ég veit af einum sem leigði sér 8 tonn af skötuselskvóta í fyrra vegna meðafla í grásleppunet og hefur hann þó örugglega hent einhverju. Þetta leigði hann á okurprís enda hefur skötuselskvóti verið í höndum örfárra undanfarin ár. Skötuselurinn er nú farinn að ganga upp í fjörur við Faxaflóa og í Breiðafirði og svo rammt kveður að því að Gullfaxi VE, sem er með einn mesta skötuselskvótann, var í mest allt fyrrasumar gerður út frá Grundarfirði. "Kvótaeign þeirrar úrgerðar er hins vegar komin til vegna veiða áður fyrr djúpt út af Suðurlandi. Skötuselurinn er kominn til að vera vegna breyttra aðstæðna í sjónum og því full ástæða til að breyta líka veiðiheimildum á hann. Sama er að segja um makrílinn. Þessi skref eru í rétta átt og verða vonandi til að þagga niður í vælukjóunum hjá LÍÚ.

Haraldur Bjarnason, 3.5.2010 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband