Alvöru varaflugvellir

Nú sýnir sig vel hversu mikilvægt það er að hafa varaflugvelli hér á landi fyrir millilandaflugið í öðrum landshlutum. Akureyrarflugvöllur stóð sína plikt í gær og nú er komið að Egilsstaðaflugvelli. Á Egilsstöðum er líklega eitt besta flugvallarstæði landsins og þar er búið að byggja upp góða flugstöð. Flugbrautin þjónar vel þeirri stærð af þotum sem notaðar eru í millilandaflugi.

Varaflugvöllur þjónar aldrei fullkomlega tilgangi sínum nema hann sé á öðru veðurfarssvæði en aðalflugvöllurinn. Það á svo sannarlega við um Egilsstaðaflugvöll og í flestum tilfellum Akureyrarflugvöll. Auðvitað er talsverður akstur fyrir farþega af suðvesturhorninu til og frá Egilsstöðum en ef mögulegt er að fljúga sjónflug innanlands er þetta lítið mál.

Aksturinn til og frá er nú samt það, sem bæði Norðlendingar og Ausfirðingar þekkja, ef þeir ætla að bregða sér út fyrir landssteinanna og er ekkert meira en fólk leggur oft á sig í ferðalögum í útlöndum. Akureyrarflugvöllur og Egilsstaðaflugvöllur hafa nú sannað tilverurétt sinn sem alþjóðlegir flugvellir og hafa raunar gert áður, eins og berlega kom í ljós í virkjunar- og stóriðjuframkvæmdum fyrir austan, þegar millilandaflug var þar vikulegt.


mbl.is Ekkert innanlandsflug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt V. Warén

Alltaf góður Halli.

Benedikt V. Warén, 24.4.2010 kl. 11:24

2 identicon

Það sem vantar samt sárlega á báðum stöðum er nægilega stórt svæði til þess að leggja flugvélum. Flugfélag Íslands þurfti að fella niður ferðir til Akureyrar vegna þrengsla þegar þoturnar lentu þar. Á Egilsstöðum er aðeins meira pláss en þó ekki nándar nærri nóg. Ef hvergi er hægt að leggja þá lokast völlurinn einfaldlega og þá er ekkert gagn að honum lengur.

Á Egilsstöðum er vandamálið enn stærra og verra en þar er eldsneytisdælan „ónothæf“ því hún dælir svo litlu magni í einu. Mér skilst að hvorki Ríkið né olíufélögin (Skeljungur minnir mig) vilji taka þann kostnað á sig að bæta dæluna og á meðan skirrast félögin við að nota völlinn!

Það er ekki nóg að hafa flugbraut, það verða ýmis önnur atriði að vera í lagi líka svo flugvöllur geti talist nothæfur sem varaflugvöllur.

Elías Alfreðsson (IP-tala skráð) 24.4.2010 kl. 12:40

3 identicon

Vildi bara benda fólki á að það er farin aukaferð með rútum bíla og fólks til og frá Akureyri í dag laugardaginn 24. apríl kl 17:00

Jóna Magnea Magnúsdóttir-Hansen (IP-tala skráð) 24.4.2010 kl. 13:15

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Elías.  Það er búið að endurbæta dælubúnaðinn á Egilsstaðaflugvelli, en hann er sáralítið notaður, vegna þess að það er kominn nothæfur eldsneytisbíll á svæðið, sem þó er farinn að líta verulega upp á landið.

Birgðarstöð Skeljungs er inn á öryggissvæði og til ama og leiðinda.  Nú er búið að hanna stærra plan, sem bætir stöðuna verulega og þá hverfur birgðarstöðin á aðra og hepplegri lóð.  Hvort byrjað verði á stæðinu á næsta ári er undir KLM (ráðherra samgöngumála) komið, en hann hefur fram að þessu verið meira upptekinn af öðru svæði en Austurlandi.

Það er hinsvegar athyglivert,  hvers vegna svona mörgum vélum er stýrt inn á Akureyri, þegar vel er hægt að fara með ferju- og fraktflug um Egilsstaðaflugvöll, en farþegaflugið um Akureyrarflugvöll, á meðan ástandið er svona og nýta starfsfólkið og dreifa umferðinni. 

Það er einkennilegt ráðslag að stæðin séu öll full á Alureyrarflugvelli á meðan ein flugvél stendur á Egilsstaðaflugvelli.  Ég segi nú bara eins og karlinn "...þetta verulegur skortur á skipulagsleysi...."

Benedikt V. Warén, 24.4.2010 kl. 14:31

5 identicon

Vildi benda fólki á að það er aukaferð með rútum Bíla og fólks - Sterna/Trex frá Akureyri til Reykjavíkur og frá Reykjavík til Akureyrar í kvöld 25/4 kl 22:00

Jóna Magnea Magnúsdóttir-Hansen (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband