Allt helvítis trillunum að kenna!

Hann er ótrúlega ósvífinn áróðurinn sem hljómað hefur frá sægreifunum að undanförnu um eins og Mái gefur nú út: „ítrekaðra tilfærslu stjórnvalda á aflaheimildum frá stærri skipum til minni,“ - Væri ekki nær að snúa sér að meininu sem er kolvitlaus veiðistjórnun byggð á enn vitlausari ráðgjöf frá Hafró. Þar þarf að taka til. Sjórinn er fullur af fiski og nægilega mikið er af fiski svo bæði stórir og smáir geti veitt meira.

Ruglið í LÍÚ og sægreifunum sem þar stjórna hefur fyrir löngu gengið fram af fólki. Yfirgangur þessa hóps og ósvífni er til skammar.


mbl.is Loka í átta vikur í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er verið að misnota Dalvíkinga í slag kvótagreifanna gegn hugmyndum um afskriftir kvótans.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.3.2010 kl. 22:47

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

he he þetta er bara ísland í hnotskurn... það ríkir enn lénsherraskipulag á íslandi.

annars hef ég verið þeirrar skoðunnar að gefa eigi krókaleifisbátum frjálsan aðgang að sjó.. okkar eigin náttúra sér um verndina, því þeir komast max 200 daga á ári á sjó við eðlilegar aðstæður.. og geta bara tekið það úr náttúrunni sem náttúran gefur.. sem sagt, þá físka sem bíta á agnið.

Óskar Þorkelsson, 20.3.2010 kl. 09:42

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það var athyglisvert að hlusta á Máa segja í fréttum í kvöld að hann vildi ekki meiri kvóta. Hann vill bara fá það sem smábátar veiða líka. Sjórinn er fullur af fiski og það þarf að veiða meira. Það þýðir um leið lægra kvótaverð og þar með minni eignir hjá útgerðarfyrirtækjum í formi kvóta. Veðin duga þá ekki legnur fyrir 550 milljarða skuldum útgerðarinnar. Þetta er hluti af skýringunni á að Hafró gefur ekki út meiri kvóta. LÍÚ er búið að segja þeim að gera það ekki. Er sammála þér Óskar. Krókaveiðar smábáta eiga að vera frjálsar. Þær geta aldrei haft áhrif á stofnstærð fisksins.

Haraldur Bjarnason, 20.3.2010 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband