Milljón tonn

Fyrst Hafró mælir 355 þúsund tonn þá eru örugglega milljón tonn af loðnu við Ísland. Hækkandi hitastig í sjónum hefur einfaldlega breytt göngumynstri loðnunnar eins og annarra fiska. Hún heldur sig norðar núna í kaldari sjó. Auðvitað á að gefa út 200 þúsunda tonna kvóta strax og þá minnkar gráturinn hjá Frikka.
mbl.is Útgerðarmenn bjartsýnni á loðnukvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Eitthvað þarf nú að skilja eftir handa þorskinum og svo þarf að reka eitthvað af loðnu inn á Breiðafjörðinn svo hún geti drepist þar og fætt þar botndýr sem þrífast víst illa án blessaðrar loðnunnar.... og er ekki spurning hvort það tekur því fyrir útgerðina að standa í svona veiðum, því þar er eilíft tap og það litla sem eftir verður fer í síhækkandi skatta....!!!

Ómar Bjarki Smárason, 28.1.2010 kl. 08:53

2 identicon

loðnu hvað ætla þeir ekki í land.

gisli (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 10:21

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ómar það er nóg af rotnandi síld í breiðafirði núna. Hafró taldi betra að láta hana drepast úr sýkingu en veiða hana í bræðslu. Svo er útgerðin auðvitað að á bullandi hasunum eins og þú segir og á ekki fyrir olíu í þetta. Ástandið er alvarlegt þrátt fyrir gjafakvótann og allt braskið með hann. Jú Gísli líklega er enginn floti til að veiða loðnu. Frikki stefnir öllum skipum í land.

Haraldur Bjarnason, 28.1.2010 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband